Mál Pistorius fyrir áfrýjunardómstól 28. apríl 2008 11:21 Oscar Pistorius. Nordic Photos / Getty Images Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur Erlendar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira
Mál Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius fer fyrir alþjóðlegan áfrýjunardómstól á morgun. Pistorius notast við sérstakan búnað frá íslenska stoðfyrirtækinu Össuri en hann missti báða fætur fyrir neðan hné þegar hann var barn. Í janúar síðastliðnum úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að Pistorius væri óheimilt að keppa í hefðbundnum keppnisgreinum í hlaupaíþróttum þar sem búnaðurinn veitti honum ósanngjarnt forskot á aðra keppendur. Össur gerði alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu IAAF en málið verður tekið fyrir á morgun og stenda málaferli yfir í tvo daga. Niðurstöðu er svo að vænta á næstu vikum. Niðurstaða IAAF er byggð á rannsókn Gert-Peter Brüggemann, þýsks prófessors sem komst að þeirri niðurstöðu að Pistorius noti 25 prósent minni orku en ófatlaðir hlauparar. Því er Pistorius ósammála og hefur gengist undir próf og rannsóknir í Bandaríkjunum til að sanna mál sitt. „Ég er mjög ánægður með að málið sé tekið fyrir nú því það gefur mér tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking," sagði hann. Fyrir fjórum árum vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í 200 metra hlaupi. Hann á heimsmet fatlaðra í 100 m, 200 og 400 m hlaupi. Hann varð í öðru sæti í 400 m hlaupi á meistaramóti Suður-Afríku þar sem hann keppti við ófatlaða hlaupara. Hér að neðan má sjá samanburð á heimsmetum hans í keppni fatlaðra og hins vegar heimsmetum í 100 m, 200 m og 400 m hlaupi. 100 metra hlaup: Heimsmet: 9,74 sekúndur (Asafa Powell, Jamaíku, sett 2007) Pistorius: 10,91 sekúnda (sett 2007) A-lágmark fyrir ÓL 2008: 10,21 sekúndur B-lágmark: 10,28 sekúndur 200 metra hlaup: Heimsmet: 19,32 sekúndur (Michael Johnson, sett 1996) Pistorius: 21,58 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 20,59 sekúndur B-lágmark: 20,75 sekúndur 400 metra hlaup: Heimsmet: 43,18 sekúndur (Michael Johnson, sett 1999) Pistorius: 46,56 sekúndur (sett 2007) A-lágmark: 45,55 sekúndur B-lágmark: 45,95 sekúndur
Erlendar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira