Dropinn dýr í Moskvu 21. maí 2008 16:31 Nú styttist óðum í að flautað verði til leiks í úrslitaleik Meistaradeildarinnar NordcPhotos/GettyImages Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Þó var reiknað með að um 25,000 Bretar myndu fylgja liðunum til Rússlands, en talsmaður ferðaþjónustu í Moskvu segir að verðlag hafi dregið nokkuð úr ásókn Englendinga. 110 leiguflugvélar fluttu stuðningsmenn til Moskvu, en aðeins var gert ráð fyrir um 21,000 miðum á hvort lið. "Þetta varð ekki alveg sama innrásin og menn héldu. Margir hikuðu þegar þeir sáu verðlagið á gistingu og aðgangsmiðum," sagði talsmaðurinn. Miðar á leikinn fóru hæst í um 230,000 krónur á svörtum markaði, en sagt er að hægt sé að fá miða á fjórðung þeirrar summu í dag eða jafnvel enn lægra verði. Svartsýnustu menn óttast að hluti þeirra 69,500 sæta sem í boði eru á Luzhniki vellinum verði jafnvel auð þegar flautað verður til leiks í kvöld. Sagt er að hundruðir miða frá bæði Chelsea og United hafi verið óseldir og heimildir breskra blaða herma að nokkrir stuðningsmenn hafi verið að reyna að selja miða vina sinna sem ekki treystu sér til að fara til dýrustu borgar í heimi. Mörgum þeirra hefur kannski blöskrað mest verðið á ölinu í Moskvu, en eins og Hörður Magnússon vitnaði um í viðtali í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag - kostar ölkrúsin í Moskvu um 2000 íslenskar krónur. Reyndar er þjóðardrykkurinn Vodka nokkuð ódýrari, en lítrinn af þeim ágæta drykk ku fást fyrir innan við 600 krónur. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:45 og mun Hörður Magnússon lýsa leiknum beint frá Moskvu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkustund fyrr á stöðinni, en auk þess verður fylgst vel með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Mun færri Englendingar en reiknað var með fylgdu Manchester United og Chelsea til Moskvu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Þó var reiknað með að um 25,000 Bretar myndu fylgja liðunum til Rússlands, en talsmaður ferðaþjónustu í Moskvu segir að verðlag hafi dregið nokkuð úr ásókn Englendinga. 110 leiguflugvélar fluttu stuðningsmenn til Moskvu, en aðeins var gert ráð fyrir um 21,000 miðum á hvort lið. "Þetta varð ekki alveg sama innrásin og menn héldu. Margir hikuðu þegar þeir sáu verðlagið á gistingu og aðgangsmiðum," sagði talsmaðurinn. Miðar á leikinn fóru hæst í um 230,000 krónur á svörtum markaði, en sagt er að hægt sé að fá miða á fjórðung þeirrar summu í dag eða jafnvel enn lægra verði. Svartsýnustu menn óttast að hluti þeirra 69,500 sæta sem í boði eru á Luzhniki vellinum verði jafnvel auð þegar flautað verður til leiks í kvöld. Sagt er að hundruðir miða frá bæði Chelsea og United hafi verið óseldir og heimildir breskra blaða herma að nokkrir stuðningsmenn hafi verið að reyna að selja miða vina sinna sem ekki treystu sér til að fara til dýrustu borgar í heimi. Mörgum þeirra hefur kannski blöskrað mest verðið á ölinu í Moskvu, en eins og Hörður Magnússon vitnaði um í viðtali í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag - kostar ölkrúsin í Moskvu um 2000 íslenskar krónur. Reyndar er þjóðardrykkurinn Vodka nokkuð ódýrari, en lítrinn af þeim ágæta drykk ku fást fyrir innan við 600 krónur. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18:45 og mun Hörður Magnússon lýsa leiknum beint frá Moskvu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkustund fyrr á stöðinni, en auk þess verður fylgst vel með gangi mála í textalýsingu hér á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Sjá meira