Verstu viðskipti ársins 2008 31. desember 2008 00:01 Róbert Wessman Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverðustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati valnefndar Markaðarins. Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká
Markaðir Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira