Enn tapar Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 22:08 Frank Rijkaard fylgist með sínum mönnum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli. Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli.
Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira