Enn tapar Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 22:08 Frank Rijkaard fylgist með sínum mönnum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli. Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Barcelona tapaði í kvöld lokaleik sínum á heimavelli undir stjórn Frank Rijkaard. Barcelona hefur unnið einn leik í deildinni síðan í mars. Barcelona hefur aðeins fengið sex stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum. Í kvöld tapaði liðið fyrir Mallorca, 3-2, eftir að liðið komst í 2-0 forystu. Thierry Henry kom Barcelona yfir á sautjándu mínútu og Samuel Eto'o bætti öðru við á 56. mínútu. Lionel Messi fór af leikvelli á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Borja Valero fyrsta mark Mallorca. Webo bætti öðru við á 70. mínútu og D. Güiza skoraði svo sigurmarkið á 90. mínútu. Til að bæta gráu á svart fékk Edmilson sitt annað gula spjald í lok leiksins og þar með rautt. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Barcelona vegna meiðsla en aðeins sextán leikmenn A-liðsins eru heilir. Börsungar eru nú átján stigum á Real Madrid sem gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Real Zaragoza á útivelli. Oliveira kom heimamönnum yfir en Ruud van Nistelrooy jafnaði metin áður en fyrri hálfleikur var allur. Robinho kom kom svo Madrídingum yfir á 77. mínútu en Sergio jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Villarreal er í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Villarreal, eftir 2-0 sigur á Espanyol. Javi Venta og Robert Pires skoruðu mörk liðsins. Atletico vann 1-0 sigur á Deportivo og er nú með 64 stig, rétt eins og Barcelona. Efstu fjögur liðin í deildinni komast í Meistaradeild Evrópu og þó svo að Barcelona eigi enn tölfræðilegan möguleika á því að falla niður í fimmta sætið þyrfti Sevilla að vinna með sjö marka mun í lokaleik sínum og treysta á að Börsungar tapi sínum leik til að svo verði. Sevilla er þó með betra markahlutfall en Atletico og getur því með sigri í lokaumferðinni komist upp í fjórða sætið ef Atletico tapar fyrir Valencia í lokaumferðinni. Sevilla mætir Athletic í lokaumferðinni og Barcelona mætir Real Murcia á útivelli. Valencia bjargaði sér endanlega frá falli með 5-1 sigri á Levante í kvöld. Fjögur lið geta enn fylgt Real Murcia og Levante í spænsku B-deildina. Zaragoza er í fallsætinu fyrir lokaumferðina með 42 stig. Osasuna og Recreativo eru með 43 stig og Valladolid með 44 stig. Tvö síðastnefndu liðin mætast í lokaumferðinni. Zaragoza mætir Mallorca á útivelli og Osasuna mætir Racing á útivelli.
Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira