Enn titrar fjármálaheimurinn 21. nóvember 2007 21:51 Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira