Undirvagninn vandamálið Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:10 MYND/Teknikens Värld Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira