Talið að sjö börn hafi gist hjá Madeleine 10. október 2007 10:19 McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra í málinu fyrir mánuði síðan. Breskir fjölmiðlar segja að nú vilji nýr yfirmaður rannsóknarinnar í Portúgal fá þau til yfirheyrslu. MYND/AFP Portúgalska lögreglan telur að Madeleine og tvíburasystkyni hennar hafi ekki verið ein í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz kvöldið sem stúlkunni var rænt. Portúgalska blaðið 24 Horas heldur því fram að lögreglan telji að börn sjö vina þeirra hafi einnig verið í íbúðinni 3. maí síðastliðinn. Paulo Rebelo rannsóknarlögreglumaður sem þekktur er fyrir að uppræta stærsta barnaklámhring í Portúgal hefur tekið við rannsókn hvarfsins á Madeleine. Hann er nú kominn til Praia da Luz og fyrirskipaði í gær fimm klukkustunda rannsókn á íbúðinni sem fjölskyldan gisti í. McCann hjónin hafa haldið því fram að Madeleine hafi verið ein í íbúðinni ásamt tvíburunum á meðan þau borðuðu kvöldverð með vinum sínum á tapas veitingastað skammt frá. Vinahópurinn segir að önnur börn hafi verið í sínum íbúðum og litið hafi verið eftir þeim reglulega um kvöldið. Heimildarmaður úr rannsóknarliðinu sagði blaðinu að það væru ekki bara sönnunargögn sem bentu til þess að fleiri börn hafi verið í íbúðinni um kvöldið. Við yfirheyrslur á vinunum sem snæddu saman um kvöldið kom í ljós að aðeins íbúð McCann hjónanna var heimsótt á meðan kvöldverðinum stóð. Börnin höfðu heimsótt íbúðir hinna reglulega þá sex daga sem þau höfðu verið á hótelinu. Blaðið útskýrði ekki hvernig sýni úr þeim heimsóknum gætu tengst kvöldinu örlagaríka. Þá dregur blaðið í efa vitnisburð karlmanns úr vinahópnum sem fór af veitingastaðnum klukkan 21:35 og kom til baka klukkan 22, örfáum mínútum áður en Kate McCann uppgötvaði hvarf dóttur sinnar. Russel O´Brien neitaði að tengjast hvarfi Madeleine og sagðist hafa verið að sinna veikri dóttur sinni. O´Brien hefur ekki verið grunaður í málinu. Hann segir að dóttir hans hafi kastað upp og hann hafi beðið um að skipt yrði á sængurverum. Blaðið segir að starfsfólk Ocean Club hótelsins kannist ekki við að beðið hafi verið um slíkt umrætt kvöld. Madeleine McCann Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Portúgalska lögreglan telur að Madeleine og tvíburasystkyni hennar hafi ekki verið ein í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz kvöldið sem stúlkunni var rænt. Portúgalska blaðið 24 Horas heldur því fram að lögreglan telji að börn sjö vina þeirra hafi einnig verið í íbúðinni 3. maí síðastliðinn. Paulo Rebelo rannsóknarlögreglumaður sem þekktur er fyrir að uppræta stærsta barnaklámhring í Portúgal hefur tekið við rannsókn hvarfsins á Madeleine. Hann er nú kominn til Praia da Luz og fyrirskipaði í gær fimm klukkustunda rannsókn á íbúðinni sem fjölskyldan gisti í. McCann hjónin hafa haldið því fram að Madeleine hafi verið ein í íbúðinni ásamt tvíburunum á meðan þau borðuðu kvöldverð með vinum sínum á tapas veitingastað skammt frá. Vinahópurinn segir að önnur börn hafi verið í sínum íbúðum og litið hafi verið eftir þeim reglulega um kvöldið. Heimildarmaður úr rannsóknarliðinu sagði blaðinu að það væru ekki bara sönnunargögn sem bentu til þess að fleiri börn hafi verið í íbúðinni um kvöldið. Við yfirheyrslur á vinunum sem snæddu saman um kvöldið kom í ljós að aðeins íbúð McCann hjónanna var heimsótt á meðan kvöldverðinum stóð. Börnin höfðu heimsótt íbúðir hinna reglulega þá sex daga sem þau höfðu verið á hótelinu. Blaðið útskýrði ekki hvernig sýni úr þeim heimsóknum gætu tengst kvöldinu örlagaríka. Þá dregur blaðið í efa vitnisburð karlmanns úr vinahópnum sem fór af veitingastaðnum klukkan 21:35 og kom til baka klukkan 22, örfáum mínútum áður en Kate McCann uppgötvaði hvarf dóttur sinnar. Russel O´Brien neitaði að tengjast hvarfi Madeleine og sagðist hafa verið að sinna veikri dóttur sinni. O´Brien hefur ekki verið grunaður í málinu. Hann segir að dóttir hans hafi kastað upp og hann hafi beðið um að skipt yrði á sængurverum. Blaðið segir að starfsfólk Ocean Club hótelsins kannist ekki við að beðið hafi verið um slíkt umrætt kvöld.
Madeleine McCann Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira