Celtic bíður milli vonar og ótta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 09:29 Bera þurfti Dida af velli í gær. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira