Jeff Green tekur við Hetti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2007 11:18 Hattarmönnum er fullalvara með ráðningu Green. Nordic Photos / Getty Images Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins