Auðvelt hjá Arsenal 19. september 2007 20:35 Fabregas fagnar marki sínu fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira