Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla 7. september 2007 10:11 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira