Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum 31. ágúst 2007 10:14 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. Reiknað er með að hann komi með tillögur til að draga úr vanskilum á annars flokks fasteignalánum síðar í dag. Mynd/Reuters Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Lánin kallast annars flokks lán (e. sub-prime) og eru áhættusamari en önnur lán þar sem lántakar eru með lélegt greiðsluhæfi og með litlar tekjur. Þeir hafa því ekki getað tekið hefðbundið fasteignalán hjá fjármálafyrirtækjum. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal er sömuleiðis reiknað með að Bush ræðir leiðir til að hindra vanskil sem þessi. Á meðal nokkurra hugmynda sem talið er líklegt að Bush mæli fyrir eru ríkistryggð fasteignalán og tillögur að reglum sem skrúfa eigi fyrir áhættusamar lánveitingar fjármálafyrirtækja. Blaðið bendir á að mikil vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi orðið til þess að vextir þeirra hafi hækkað og hafi lántakar því lent í erfiðleikum með afborganir. Það hefur aftur leitt til mikils samdráttar hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa einbeitt sér að þessum geira í Bandaríkjunum. Samdrátturinn hefur aftur leitt til mikilla hræringa á fjármálamörkuðum þar sem fjármálafyrirtæki hafa fest sér lánasöfn sem þessi víða um heim. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Lánin kallast annars flokks lán (e. sub-prime) og eru áhættusamari en önnur lán þar sem lántakar eru með lélegt greiðsluhæfi og með litlar tekjur. Þeir hafa því ekki getað tekið hefðbundið fasteignalán hjá fjármálafyrirtækjum. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal er sömuleiðis reiknað með að Bush ræðir leiðir til að hindra vanskil sem þessi. Á meðal nokkurra hugmynda sem talið er líklegt að Bush mæli fyrir eru ríkistryggð fasteignalán og tillögur að reglum sem skrúfa eigi fyrir áhættusamar lánveitingar fjármálafyrirtækja. Blaðið bendir á að mikil vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi orðið til þess að vextir þeirra hafi hækkað og hafi lántakar því lent í erfiðleikum með afborganir. Það hefur aftur leitt til mikils samdráttar hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa einbeitt sér að þessum geira í Bandaríkjunum. Samdrátturinn hefur aftur leitt til mikilla hræringa á fjármálamörkuðum þar sem fjármálafyrirtæki hafa fest sér lánasöfn sem þessi víða um heim.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira