Neitar að hafa orðið Madeleine að bana Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. ágúst 2007 11:46 Kate McCann og Gerry maður hennar eru sökuð um að hafa orðið Madeleine litlu að bana. Mynd/ AFP Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn. Madeleine McCann Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs. Blaðið hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Gerry segir fullyrðingarnar vera rógburð. Blaðið Tal & Qual fullyrti að lögreglan ynni samkvæmt þeirri kenningu að McCann hjónin hefðu óvart gefið stúlkunni ofskammt af lyfjum. Síðan hefðu þau hylmt yfir andlátið og losað sig við lík stúlkunnar. „Ég trúi þessu ekki. Þetta er algjör vitleysa, eintómar getgátur, tómt rugl. Þetta er ótrúlega særandi. Jafnvel þótt einhver gæti ímyndað sér þetta þá eru engar sannanir," sagði Gerry í samtali við fjölmiðla. „Lögreglan telur að foreldrarnir hafi myrt Madeleine," var skrifað á forsíu Tal & Qual. Blaðamaðurinn sagði að ekki ætti að ýta til hliðar þeirri tilgátu að litla telpan hafi látist vegna ofnotkunar lyfja. Annað dagblað greindi frá því að blóðblettir hefðu fundist í bíl sem foreldrarnir höfðu tekið á leigu. Bæði blöðin sögðu að upplýsingar þeirra kæmu frá hátt settum lögreglumönnum. Gerry sagði að honum hryllti við ef portúgölsk yfirvöld væru að leka upplýsingum um rannsóknina. Portúgölsk yfirvöld stærðu sig af því að geta haldið rannsóknarupplýsingum leyndum. Blaðamaður Tal & Qual segist ekki geta upplýst hver heimildarmaður hennar sé en hann sé nátengdur rannsókninni. „Þetta er ekki mín persónulega skoðun. Ég vil helst trúa því að þetta sé vitleysa og foreldrarnir séu saklausir," segir blaðamaðurinn.
Madeleine McCann Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira