Dregur úr styrk Deans Guðjón Helgason skrifar 21. ágúst 2007 19:00 Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum. Erlent Fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira