Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2007 12:12 Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum. Erlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum.
Erlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira