Fordæma matreiðslumenn Guðjón Helgason skrifar 9. júlí 2007 19:00 Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. Matreiðslumeistarinn dýfir vatnakarfanum ofan í djúpsteikingarpottinn en lætur hausinn standa upp úr. Síðan er hann borinn fram með súrsætri sósu og sojasósu. Gestir plokka svo stykki úr fiskinum og borða með bestu list. Á meðan kippist hausinn á vatnakarfanum til og frá. Fiskurinn lifir í hálftíma eftir steikningu og því þarf að bera hann fram hið fyrsta svo hægt sé að borða hann eins og á þann máta sem lagt sé upp með. Dýravinir í Taívan eru slegnir óhug vegna þessarar nýju mat- og framreiðsluaðferðar. Liu Shian-lan, formaður umhverfis- og dýraverndunarsamtaka í Taívan, segir fiskinn hryggdýr sem þýði að hann sé viðkvæmur fyrir sársauka. Hann þjáist því mikið. Auðvitað segir hún erfitt að komast hjá því að drepa til matar en dýr eigi ekki að bera fram lifandi á matardiskum. Matreiðslumeistarar í borginni Chiayi í Suður-Taívan blása á þessa gagnrýni. Segja þetta vel þekkta aðferð og vinsæla í Kína. Þetta sé gert til að sýna viðskiptavinum hve ferskur fiskurinn sé sem þeir fá á diskinn. Ekki eru allir matreiðslumenn í Taívan viljugir til að bera fisk á borð með þessum hætti. Sumir segja ekki réttlætanlegt að beita þessari aðferð, hún sé grimmileg. Yfirvöld í Chiayi ætla nú að gera hvað þau geta til að fá matreiðslumenn þar til að taka fisk sem matreiddur er með þessum hætti af matseðlum sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. Matreiðslumeistarinn dýfir vatnakarfanum ofan í djúpsteikingarpottinn en lætur hausinn standa upp úr. Síðan er hann borinn fram með súrsætri sósu og sojasósu. Gestir plokka svo stykki úr fiskinum og borða með bestu list. Á meðan kippist hausinn á vatnakarfanum til og frá. Fiskurinn lifir í hálftíma eftir steikningu og því þarf að bera hann fram hið fyrsta svo hægt sé að borða hann eins og á þann máta sem lagt sé upp með. Dýravinir í Taívan eru slegnir óhug vegna þessarar nýju mat- og framreiðsluaðferðar. Liu Shian-lan, formaður umhverfis- og dýraverndunarsamtaka í Taívan, segir fiskinn hryggdýr sem þýði að hann sé viðkvæmur fyrir sársauka. Hann þjáist því mikið. Auðvitað segir hún erfitt að komast hjá því að drepa til matar en dýr eigi ekki að bera fram lifandi á matardiskum. Matreiðslumeistarar í borginni Chiayi í Suður-Taívan blása á þessa gagnrýni. Segja þetta vel þekkta aðferð og vinsæla í Kína. Þetta sé gert til að sýna viðskiptavinum hve ferskur fiskurinn sé sem þeir fá á diskinn. Ekki eru allir matreiðslumenn í Taívan viljugir til að bera fisk á borð með þessum hætti. Sumir segja ekki réttlætanlegt að beita þessari aðferð, hún sé grimmileg. Yfirvöld í Chiayi ætla nú að gera hvað þau geta til að fá matreiðslumenn þar til að taka fisk sem matreiddur er með þessum hætti af matseðlum sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira