130 manns hið minnsta féllu Guðjón Helgason skrifar 8. júlí 2007 12:19 Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði. Vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk á fjölförnu markaðstorgi í borginni í gær. 20 íbúðarhús í borginni hrundu til grunna í árásinni og 20 til viðbótar skemmdust mikið. 50 verslunarhús nærri markaðnum skemmdust. Talið er að margir liggi enn í rúsunum látnir eða illa særðir en 20 hið minnsta er enn saknað. Bærin Amirli er afskekktur og því þurfti að flytja særða um langan veg til aðhlynningar á sjúkrahúsum í stærri borgum, þar á meðal Kirkuk. Margir dóu á leið til lækna. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir árásina í gær svívirðilegan glæp sem verði refsað harðlega fyrir. Hann segir andspyrnumenn ábyrga og árásina merki um vonleysi þeirra. Talsmaður Bandaríkjahers óttast fleiri árásir sem þessa á næstu vikum og þær verði líkast til verk öfgasinnaðra súnníta. Hann segir margt benda til þess að einhverjir úr þeirra röðum hafi skipulagt og framkvæmt árásina í gær. Íbúar í Amirli og Tuz Khurmato í Norður-Írak eru af ýmsum þjóðarbrotum. Kirkuk sem er í nágrenninum liggur utan við yfirráðasvæði Kúrda í norðri en Kúrdar telja Kirkuk höfuðborg sína. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu Kirkuk héraðs verður haldin fyrir lok ársins. Fleiri mannskæðar árásir hafa verið gerðar í Írak í morgun. 23 borgarar hið minnsta féllu og 27 særðust þegar árás var gerð á skrifstofu hersins austur af Falluja þar sem fjölmargir voru komnir til að skrá sig í herinn. Fregnir hafa einnig borist af því að 2 hið minnsta hafi fallið í sprengjuárás nærri skráningarstöð hersins í bænum Kharma, sem er skammt frá Falluja. Í höfuðborginni, Bagdad, voru 2 sprengjuárásir gerðar í morgun en engar fréttir hafa enn borist af mannfalli. Erlent Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Að minnst kosti 130 manns féllu og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í Írak í 3 mánuði. Vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk á fjölförnu markaðstorgi í borginni í gær. 20 íbúðarhús í borginni hrundu til grunna í árásinni og 20 til viðbótar skemmdust mikið. 50 verslunarhús nærri markaðnum skemmdust. Talið er að margir liggi enn í rúsunum látnir eða illa særðir en 20 hið minnsta er enn saknað. Bærin Amirli er afskekktur og því þurfti að flytja særða um langan veg til aðhlynningar á sjúkrahúsum í stærri borgum, þar á meðal Kirkuk. Margir dóu á leið til lækna. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir árásina í gær svívirðilegan glæp sem verði refsað harðlega fyrir. Hann segir andspyrnumenn ábyrga og árásina merki um vonleysi þeirra. Talsmaður Bandaríkjahers óttast fleiri árásir sem þessa á næstu vikum og þær verði líkast til verk öfgasinnaðra súnníta. Hann segir margt benda til þess að einhverjir úr þeirra röðum hafi skipulagt og framkvæmt árásina í gær. Íbúar í Amirli og Tuz Khurmato í Norður-Írak eru af ýmsum þjóðarbrotum. Kirkuk sem er í nágrenninum liggur utan við yfirráðasvæði Kúrda í norðri en Kúrdar telja Kirkuk höfuðborg sína. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stöðu Kirkuk héraðs verður haldin fyrir lok ársins. Fleiri mannskæðar árásir hafa verið gerðar í Írak í morgun. 23 borgarar hið minnsta féllu og 27 særðust þegar árás var gerð á skrifstofu hersins austur af Falluja þar sem fjölmargir voru komnir til að skrá sig í herinn. Fregnir hafa einnig borist af því að 2 hið minnsta hafi fallið í sprengjuárás nærri skráningarstöð hersins í bænum Kharma, sem er skammt frá Falluja. Í höfuðborginni, Bagdad, voru 2 sprengjuárásir gerðar í morgun en engar fréttir hafa enn borist af mannfalli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira