Reykingabann tekur gildi á Englandi Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:32 Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli. Erlent Fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira