35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 12:26 Milan Martic var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í morgun. MYND/AP Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira