Stórsigur Sarkozys Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 12:30 Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi. Erlent Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Allt stefnir í að kjósendur í Frakklandi veiti Sarkozy forseta sterkt umboð til að hrinda í framkvæmd umfangsmiklum breytingum á frönsku samfélagi. Flokkabandalag forsetans vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í landinu í gær. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn og verður þá kosið aftur milli tveggja efstu frambjóðenda í þeim kjördæmum þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í gær. Einnig er kosið aftur þar sem kjörsókn var undir 25%. Miðað við niðurstöður gærdagsins er því spáð að UNP flokkur Sarkozys forseta og flokkar í bandalagi með honum fái samanlagt á bilinu 400 til 500 þingsæti af 577 í neðri deild franska þingsins. Það er töluvert stærri meirihluti en var. Þetta yrði í fyrsta sinn í tæpa þrjá áratugi sem þingmeirihluti á franska þinginu fær endurnýjað umboð í kosningum. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja allt útlit fyrir að kjósendur veiti Frakklandsforsetanum nýkjörna óskorað vald til að hrinda í framkvæmd áformum sínum um að lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann skerða verkfallsrétt og takmarka áhrifavald verkalýðsfélaga þannig að hægt verði til að mynda að tryggja lágmarks þjónustu þó til verkfalla komi í þjónustugreinum hvers konar. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í fyrri umferðinni í gær var rétt rúm 60%, og hefur ekki mælst minni í fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi. Kjósendur segja spennu fyrir kosningarnar hafa verið í lágmarki. Allt stefnir í að sósíalistar tapi fjölmörgum þingsætum og því má búast við að Francois Hollande, leiðtogi þeirra á þingi, víki og Segolene Royal, sem tapaði fyrir Sarkozy í forsetakosningunum í vor, taki við. Royal sagði í morgun að sósíalistar myndu nú biðla til miðjumannsins Francois Bayrou, sem varð þriðji í forsetakosningunum, í lokatilraun til að koma í veg fyrir að UMP flokkur Sarkozy myndi meirihluta á þingi.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira