Gekk grátandi úr dómssal Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 19:00 Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. Heimspressan fylgdi Hilton hvert fótmál í gær líkt og aðra daga. Þessi umdeildi erfingi hótelauðæfa Hilton-fjölskyldunnar er vel þekktur fyrir kynlífsmyndband, góða mætingu í samkvæmi fræga og ríka fólksins, létt raul á hljómdisk og einstaka þátttöku í sjónvarpþáttum. Það var sjöunda september í fyrra sem hún var tekin fyrir ölvunarakstur og játaði hún á sig brotið. Var þriggja ára dómur hennar skilorðsbundinn. Skömmu síðar var hún gripin á bíl sínum tvívegis og bar fyrir sig að hún vissi ekki að hún hefði verið svipt ökuskírteininu tímabundið. Taldist hún hafa rofið skilorðið og því dæmd til afplánunar í fjörutíu og fimm daga. Mikið var gert úr væntanlegri fangavist sinni sem hófst svo á mánudaginn. Það var svo á fimmtudaginn sem lögreglustjóri ákvað að hún skildi látin laus úr fangelsi og henni gert að afplána í stofufangelsi af heilsufarsástæðum. Það líkaði dómaranum ekki og lét sækja Hilton á sinn fund. Fjölmiðlamenn biðu spenntir eftir því á Hollywood-hæðum í gær að Hilton yrði dregin í járnum út. Að sögn vitna var Hilton skjálfandi á beinunum þegar í dómssal var komið og brotnaði saman þegar dómarinn úrskuraðið að hún skyldi aftur send í fangelsi. Síðan var hún leidd grátandi út í lögreglubíl. Hilton var síðan látin gangast undir læknisrannsókn og athugun hjá geðlækni svo hægt yrði að ákvarða í hvaða fangelsi hún yrði látin afplána. Lögreglustjóri var ósáttur við ákvörðun dómara. Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. Heimspressan fylgdi Hilton hvert fótmál í gær líkt og aðra daga. Þessi umdeildi erfingi hótelauðæfa Hilton-fjölskyldunnar er vel þekktur fyrir kynlífsmyndband, góða mætingu í samkvæmi fræga og ríka fólksins, létt raul á hljómdisk og einstaka þátttöku í sjónvarpþáttum. Það var sjöunda september í fyrra sem hún var tekin fyrir ölvunarakstur og játaði hún á sig brotið. Var þriggja ára dómur hennar skilorðsbundinn. Skömmu síðar var hún gripin á bíl sínum tvívegis og bar fyrir sig að hún vissi ekki að hún hefði verið svipt ökuskírteininu tímabundið. Taldist hún hafa rofið skilorðið og því dæmd til afplánunar í fjörutíu og fimm daga. Mikið var gert úr væntanlegri fangavist sinni sem hófst svo á mánudaginn. Það var svo á fimmtudaginn sem lögreglustjóri ákvað að hún skildi látin laus úr fangelsi og henni gert að afplána í stofufangelsi af heilsufarsástæðum. Það líkaði dómaranum ekki og lét sækja Hilton á sinn fund. Fjölmiðlamenn biðu spenntir eftir því á Hollywood-hæðum í gær að Hilton yrði dregin í járnum út. Að sögn vitna var Hilton skjálfandi á beinunum þegar í dómssal var komið og brotnaði saman þegar dómarinn úrskuraðið að hún skyldi aftur send í fangelsi. Síðan var hún leidd grátandi út í lögreglubíl. Hilton var síðan látin gangast undir læknisrannsókn og athugun hjá geðlækni svo hægt yrði að ákvarða í hvaða fangelsi hún yrði látin afplána. Lögreglustjóri var ósáttur við ákvörðun dómara.
Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira