Bush á ferð og flugi Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 18:38 Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana. Erlent Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. Bush virðist ekki tekið opnum örmum alls staðar þar sem hann stígur niður fæti á Evrópuferð sinni. Íbúar í Róm vilja hann ekki í heimsókn og létu það berlega í ljós í dag. Bush kom til Rómar í gærkvöldi og í morgun hittu hann og Laura kona hans Napolitano forseta Ítalíu og frú, og síðan Benedikt páfa sextánda. Eftir hádegi fundaði Bush með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Ýmislegt var rætt en þó ekki fangaflug eða leynifangelsi, þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins þar um frá í gær og að réttarhöld væru hafi í Mílanó gegn Bandaríkjamönnum og Ítölum sem sakaðir eru um að hafa rænt múslimaklerk á Ítalíu og sent til Egyptalands þar sem hann sætti pyntingum. Kósóvódeilan var hins vegar til umræðu og sagði forsetinn að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú að fylgja áætlun sem felur í sér að héraðinu verði veitt sjálfstæði - og það þrátt fyrir andstöðu Rússa. Ekki tókst samkomulag í málinu á nýliðnum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Eldflaugavarnarkerfið umdeilda var ekki áberandi í umræðunni á Ítalíu en það var megin málið í Póllandi í gær þar sem Bush ræddi við Lech Kaczynski. Hugmyndir eru uppi um að koma fyrir hluta kerfisins í Póllandi. Pútín Rússlandsforseti vill ekki að kerfið verið að veruleika. Á fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Heiligendamm í Þýskalandi á fimmutdaginn bauð hann Bush radarkerfi í Aserbaísjan, sem Rússar leigja, fremur en að nýja kerfið yrði að veruleika. Bush gaf lítið fyrir það en sagði að samráð yrði haft. Rússum virðist hafa sárnað fundur Bush og Kaczynskis í gær. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði nýja kerfið óþarft fyrst tilboð Rússa hefði komið fram. Lavorv sagði að ef Bandaríkjamenn héldu áformum sínum til streitu gæti það flækt samvinnu í kjarnorkudeilunni við Írana.
Erlent Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira