Hótar hefndaraðgerðum Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 12:05 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Í morgun sagði Pútín svo hlægilega kröfu Breta um framsal á Adrei Lugovoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á Alexander Litvinenko. Samkvæmt stjórnarskrá mætti ekki framselja rússneskan ríkisborgara til Bretlands og hæddist hann að breskum saksóknurum fyrir að hafa ekki vitað það. Pútín sagði hægt að kæra Lugovoj í Rúslandi fyrir glæpi í öðru landi en Bretar hefðu ekki lagt fram nægileg sönnunargögn í málinu. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða. Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. Það er engu líkara en kalt stríð sé aftur skollið á milli vesturs og austurs. Eldflaugavarnarskjöldurinn sem Bandaríkjamenn ætla sér að reisa í Póllandi og radarkerfið sem á að koma upp í Tékklandi hafa valdið Pútín hugarandri og hann hefur ekki farið dult með það. Á blaðamannafundi í gær sagði forsetinn að stjórnvöld í Moskvu myndu grípa til hefndaraðgerða eins og hann kallaði það ef ráðamenn í Washington héldu áformum sínum til streitu. Bandarísk stjórnvöld segja mikilvægt að koma upp kerfi sem þessu í ríkjunum tveimur til að verjast mögulegri kjarnorkuógn frá Íran og Norður-Kóreu. Pútín segir hvorki Írana né Norður-Kóreumenn eiga eldflaugar af þeirri gerð sem kerfið sé hannað til að verjast. Það bendi til þess að kerfið sé sett upp til að verjast Rússum. Auk þess verði kerfið þannig upp sett að það nái til rússnesks landsvæðið allt að Úralfjöllum. Forsetinn sagðist vona að ráðamenn í Washington sæju að sér en ef ekki yrðu Rússar að búa til og reisa eigið kerfi sem svar við því bandaríska. Í viðtali við ítalska blaðið Corriera della Sera í gær bætti forsetinn svo um betur og gaf þar til kynna að Rússar kynnu að svara með því að beina kjarnorkuvopnum sínum að Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna. Rússar gerðu í síðustu viku tilraunir með stýriflaugar og skotflaugar sem geta borið marga kjarnaodda. Í morgun sagði Pútín svo hlægilega kröfu Breta um framsal á Adrei Lugovoj, fyrrverandi njósnara KGB, vegna morðsins á Alexander Litvinenko. Samkvæmt stjórnarskrá mætti ekki framselja rússneskan ríkisborgara til Bretlands og hæddist hann að breskum saksóknurum fyrir að hafa ekki vitað það. Pútín sagði hægt að kæra Lugovoj í Rúslandi fyrir glæpi í öðru landi en Bretar hefðu ekki lagt fram nægileg sönnunargögn í málinu. Það er því ljóst að fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Þýsalandi í vikunni verður áhugaverður. Þar hittir Pútín Bush Bandaríkjaforseta og Blair, forsætisráðherra Bretlands, og hafa þeir nú um margt að ræða.
Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira