Stjórnmálakreppunni afstýrt 27. maí 2007 13:00 Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest. Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest.
Erlent Fréttir Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira