Murdoch vill enn kaupa Dow Jones 9. maí 2007 15:24 Rupert Murdoch. Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira