Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju 30. apríl 2007 19:06 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang. Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang.
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira