Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum 24. apríl 2007 19:15 Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ. Fréttir Stj.mál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent