Stimpilgjöld verða felld niður 18. apríl 2007 18:53 Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu. Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.Oft þykja svör stjórnmálamanna loðin. Við höldum því áfram að spyrja flokkanna beinna spurninga um afstöðu þeirra til ýmissa mála. Í gær var það fjölskyldupólitík - í dag er það skattapólitík.Spurningarnar eru þrjár og sú fyrsta nokkuð flókin. Við spurðum: Ætlar þinn flokkur að samræma skattlagningu launafólks og þeirra sem lifa af fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum greiða innan við þriðjung þeirra skatta sem venjulegt launafólk reiðir fram. Þó njóta þeir barnabóta og vaxtabóta til jafns við aðra.Enginn svarar þessu beinlínis játandi nema Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin. EN.· Vinstri grænir vísa til frumvarps formannsins um að fólk sem stundar enga launaða vinnu en hefur fjármagnstekjur yfir 6 milljónum reikni sér tekjur af hálfu starfi en fullu starfi fari þær yfir 24 milljónir.· Samfylkingin vill að skattur á lífeyristekjur og fjármagnstekjur séu samræmdar og Frjálslyndir að skattur af lífeyristekjum verði 10% eins og af fjármagnstekjum.· Framsókn bendir á að lögum samkvæmt eigi fjármagnstekjufólk að reikna sér laun.· Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki á næsta kjörtímabili. Hann vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt.Eitt hundrað og fimm hjón lifa eingöngu af fjármagnstekjum og voru með röskar átta milljónir í tekjur að meðaltali á ári. Þetta fólk greiðir ekkert útsvar en börnin þeirra ganga í skóla og njóta þjónustu sveitarfélaga til jafns við aðra.Því spyrjum við: Á að veita sveitarfélögunum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti?· Já, segja Framsókn, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Baráttusamtökin segja hvers vegna ekki?Hinir eru ekki eins afdráttarlausir.· Sjálfstæðisflokkur telur að hluta fjármagnstekjuskatts eigi að nýta til að styrkja stöðu sveitarfélaganna í landinu.· Kemur fyllilega til álita, segir Samfylkingin, sem telur óeðlilegt að fjármagnstekjufólk greiði ekki til samneyslunnar í sveitarfélaginu.Margir hafa hnýtt í stimpilgjöldin í gegnum tíðina. Þeim barst liðsauki í fyrra þegar forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði stimpilgjaldið hindra samkeppni og vera óeðlilegt. Í kjölfarið sagði fjármálaráðherra að þenslan leyfði ekki afnám stimpilgjaldsins sem skilar ríkissjóði um sex milljörðum á ári.Nú hins vegar ætlar hver einasti flokkur sem býður sig fram til alþingis að fella niður stimpilgjaldið. Spurningin er þá, hvenær?Æskilegt á næsta kjörtímabili segir Sjálfstæðisflokkurinn. Sem allra fyrst segir Samfylkingin. Svo fljótt sem þensla leyfir, segja Vinstri grænir og Framsóknarmenn vilja líka passa þensluna. Strax segja frjálsyndir, í þrepum segir Íslandshreyfingin - en Baráttusamtökin ganga lengst og segja = fyrir löngu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira