Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu 16. apríl 2007 18:58 Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum. Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Fréttastofu barst ábending um að á íslenskri bloggsíðu væru myndbönd þar sem krakkar leika sér með eld og kveikja í skónum sínum. Þrettán ára drengur heldur úti síðunni og kallar sig Gísla Pimp juice - eða dólgssafa. Á síðunni er jafnframt skoðanakönnun þar sem spurt er: Finnst ykkur að við gerum of mikið með eld? 53 höfðu í dag greitt þar atkvæði og 45% svara: Nei - geriði meira. Sjö athugasemdir eru við annað myndbandið. Uppátækið fær misjafnar undirtektir. Dude skrifar: haha djöfull eruði skrækir og ógeðslega töff!!! Magni skrifar HAHAHAHA... þetta suckaði btw. minsta sem tig getið gert er að gera cotel spreingju og sina það frekar. EvaRún skrifar hins vegar: STRÁKAR ! ÞIÐ ERUÐ GEIÐVEIKIR !! ;O Forstöðumaður Forvarnarhússins, Herdís L. Storgaard, segir ábendingar um svona áhættuleiki berast sér í hrinum. Oft tengist það sýningu sjónvarpsþátta, meðal annars þegar Strákarnir voru sýndir. Eftir fjóra daga hefst leitin að arftökum Strákanna í skemmtiþætti sem verður á föstudagskvöldum næstu mánuði á Stöð 2. Herdís telur ekki ólíklegt að ný hrina hefjist þá. Meðal annars er hún uggandi yfir atriði sem sýnt hefur verið í kynningum þar sem piltur kveikir í hárinu á sér. Herdís segir mikilvægt að foreldrar noti tækifærið og útskýri fyrir börnum sínum að áhættuatriði í sjónvarpi séu framkvæmd undir miklu eftirliti. Ella geti alvarleg slys hlotist af. Fyrir nokkrum árum hafi krakkar til dæmis leikið sér að því að búa til eldlínur með kveikjaragasti til að stökkva yfir. Einn stökk, eldurinn læstist í skálminni og drengurinn brann alvarlega á fótum.
Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira