Rektor HR hafnar ásökunum um spillingu 28. mars 2007 18:30 Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík samdi án útboðs um byggingu, fjármögnun og eignarhald á nýju húsnæði í Öskjuhlíð, við Nýsi sem Glitnir á þriðjungs hlut í. Forstjóri Glitnis, Bjarni Ármannsson, er jafnframt formaður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Stjórnarformaður Nýsis segir þetta siðferðilega óverjandi, en rektor segir samninginn faglega ákvörðun. Viðskiptablaðið greinir frá gagnrýni Stefáns Þórarinssonar, stjórnarformanns Nýsis, í dag. Stefán er staddur í útlöndum en sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera bullandi reiður. Málið snýst um 20 hektara lóð sem Reykjavíkurborg afhenti Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið samdi Háskólinn við eignarhaldsfélagið Nýsi um uppbygginguna á hluta af lóðinni, eða fjórum hekturum, sem fara undir sjálfa háskólabygginguna. Í ljósi þess að skólinn greiðir aðeins kostnað af lóðinni, þ.e. gatnagerðargjöld, og að meirihluti rekstrarfjár, eða 60%, koma frá ríkinu, segir Stefán að samningur án útboðs sé spilling. Hann sagði jafnframt í samtali við fréttastofu að hann hefði talið að kolkrabbinn og klíkubósar þessa lands væru dauðir eða komnir á elliheimili. Svo væri greinilega ekki, aðrir og helmingi verri væru komnir í þeirra stað. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, segir þetta hafa verið faglega ákvörðun. Fundað hafi verið með fjölmörgum aðilum áður en gengið var til samninga við Fasteign.Áður óbirtar myndir af væntanlegri háskólabyggingu sýna að húsnæðið verður fremur lágreist glerbygging, skammt frá hinu vinsæla útivistarsvæði við Ylströndina. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, segir að samningurinn við Fasteign sé verulega hagstæður af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi verði leigan hagstæð, í öðru lagi er kaupréttarákvæði í samningnum sem þýðir að á fimm ára fresti fær skólinn færi á að kaupa húsnæðið og í þriðja lagi eignast skólinn nærri þriðjungs hlut í eignarhaldsfélaginu Fasteign.Fréttastofa leitaði í dag eftir viðbrögðum frá borgarstjóra, menntamálaráðherra og forstjóra Glitnis. Þau voru öll erlendis.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira