Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna 20. mars 2007 19:13 Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Lögreglan rannsakar innflutning á tugum kvenna frá Austur-Evrópu, sem fluttar voru til Íslands sem listamenn, en Vinnumálastofnun segir þær vera selskapsdömur sem selji kampavín án atvinnu- og dvalarleyfis. Eigandi veitingastaðar, sem flytur stúlkurnar til landsins, segir að þær séu listamenn sem dansi fyrir gesti staðarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti kampavínsklúbburinn Strawberries í Lækjargötu um kennitölur fyrir hátt í þrjátíu rúmenskar stúlkur á aldrinum 20-33 ára, frá því í maí í fyrra til mars á þessu ári. Konurnar eru á svokallaðri utangarðsskrá sem þýðir að þær hafa hvorki dvalar-né atvinnuleyfi og dvelja einungis hér á landi í mánuð í senn. Sigurður Ragnarsson einn eiganda Strawberries, segir stúlkurnar vera listamenn. Í Undanþáguákvæði laga um atvinnuréttindi útlendinga segir að listamenn geti komið hingað til lands til í skamms tíma án dvalar-eða atvinnuleyfis. Undanþága samkvæmt þessum lið tekur ekki til dansara sem koma fram á næturklúbbum. Sigurður segir að Strawberries sé hvorki nektardansstaður né næturklúbbur. Þangað geti fólk komið, keypt kampavín og horft á konur dansa uppi á sviði. Konurnar fletti sig ekki klæðum og dansi ekki við súlu. Þær selji einnig viðskiptavinum kampavín en dýrasta flaska staðarins kostar tæpa hálfa milljón króna. Viðskiptavinum staðarins sé heimilt að spjalla við konurnar afsíðis þegar kampavín sé keypt. Unnur Sverrisdóttir lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir Strawberries klúbbinn aldrei hafa sótt um atvinnuleyfi fyrir stúlkurnar. „Ég tel að þær séu hér að vinna og ættu að vera með atvinnuleyfi þar sem þetta er ólögleg starfsemi sem þær hafa stundað hér vegna þess að þær eru utan EES. Það er að segja fólk frá ríkjum utan EES og frá Rúmeníu og Búlgaríu þarf atvinnu-og dvalarleyfi til þess að vinna hér fyrir launum. Þær falla ekki undir undanþáguákvæði laganna. Okkur hefur verið sagt að í þeirra starfi felist að vera selskapsdömur og selja kampavín. Það er náttúrulega eins og hver önnur vinna og til þess þarf atvinnu-og dvalarleyfi," segir Unnur. Unnur segir rannsókn lögreglu beinast að mögulegri ólögmætri starfsemi. Vinnumálastofnun hafi ekki séð ástæðu til að kæra þar sem málið væri í skoðun hjá lögreglu. Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hjá lögreglunni á höfuborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu í dag. Hann sagði að rannsóknin beindist að kampavínsklúbbnum Strawberries, ásamt öðrum stöðum þar sem grunur léki á ólögmætri starfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira