Sáttmáli gegn stóriðjuáformum 18. mars 2007 18:33 Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira