EES-samningurinn staðist tímans tönn 13. mars 2007 18:57 Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir. Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Þverpólitísk Evrópunefnd forsætisráðherra telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn en æskilegt sé þó að samskipti Íslands og Evrópusambandsins verði aukin á ýmsum sviðum. Meirihluti nefndarinnar telur þó ekki tímabært að ganga í Evrópusambandið og skila Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameiginlegu áliti um það. Evrópunefnd forsætisráðherra kynnti skýrslu sína í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Nefndarmenn úr öllum flokkum hafi unnið að henni og viðhorf þeirra um aðild virðast þau sömu og áður en hún hófst. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir sameinast í áliti að óhjákvæmilegt sé að Íslendingar standi áfram utan ESB miðað við óbreytt ástand. Frjálslyndir eru þeim sammála. Framsóknarmenn sitja á girðingunni og segja kreddulausrar umræðu um aðild þörf. Fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni tala hins vegar máli aðildar. Sé horft framhjá deilum um aðild má skýrsla þó teljast ítarlegt innlegg í umræðu um ESB enda var Evrópunefndin skipuð til að kanna framkvæmd EES-samningsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild að ESB. Nefndin metur það svo að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og framkvæmd hans gengið vel. Björn Bjarnason, formaður nefndarinnar, segir þó að hægt sé að gera betur. Hann segir að í skýrslunni sé rætt um að stjórnmálamenn geti látið meira að sér kveða, bæði ríkisstjórn við kynningu á málefnum sem snerti samskipti Íslands og Evrópusambandsins og þingmenn. Nefndin telji að samhæfing innan stjórnarráðsins ætti að vera meiri. Lagt sé til að Alþingi kjósi sérstaka Evrópunefnd og hugi að því að hafa fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgist sérstaklega með málum og því sem gerist á þeim vettvangi. Björn segir stjórnmálaflokkana hafa tækifæri til að vinna að þeim málum einnig. Í skýrslunni sé einnig rætt um embættismenn og nauðsyn þess að þeir fái tækifæri til að sinna sínum störfum og leggja meiri áherslu á sérfræðinefndir og aðrar nefndir. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefdinni, er ánægður með sameiginlega niðurstöðu hennar, sér í lagi tillögu um skipan Evrópunefndar Alþingis. Hann segir allt of litla þekkingu innan þingsins um það sem sé að gerast við lagasetningu ESB sem komi Íslendingum við. Sömuleiðis telur hann að ef þignmenn eigi að geta sinnt skyldu sinni þá þurfi þeir að vita fyrirfram áður en sambandið ráðist í gerð mikilla lagabálka, gera ráð fyrir því og vera undirbúnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira