Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast 13. mars 2007 16:54 Jón H. B. Snorrason kom í héraðsdóm í dag til að bera vitni í málinu en varð frá að hverfa vegna þess að vitnaleiðslur höfðu riðlast töluvert. MYND/Stöð 2 Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum. Baugsmálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum.
Baugsmálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira