Hardaway úti í kuldanum 16. febrúar 2007 16:30 Tim Hardaway hefur unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina á síðustu árum. Hann verður það væntanlega ekki mikið lengur. MYND/Getty Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Ummælin sem Tim Hardaway lét falla í gær um John Amaechi og annað samkynheigt fólk hafa vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Hardaway hefur verið útilokaður frá allri kynningarstarfsemi í kringum stjörnuleik NBA sem fram fer á sunnudaginn. Amaechi sjálfur segir orð Hardaway vera lituð hatri í garð samfélags samkynheigðra. "Allt sem hann sagði er litað hatri. Ummæli hans virðast hafa kveikt þráðinn hjá mörgum öðrum sem eru á hans skoðun og ég hef fengið fjölda tölvupósta sem halda ljót skilaboð í sama dúr. Ég vissi ekki að ástandið væri svona slæmt," sagði Amaechi í gær en bætti þó við að hann finni miklu frekar fyrir stuðning. "En þeir leynast inn á milli, einstaklingar sem vilja skapa svona hörmulegt andrúmsloft. Það er einmitt þessi hugsunarháttur sem gerir líf samkynheigðra skólabarna hörmulegt. Það eru greinilegir fordómar til staðar og við sjáum einstaklingum sífellt refsað fyrir það eitt að vera hommi eða lesbía," segir Amaechi. David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, segir ummæli Hardaway afar óheppilegt og hefur hann ákveðið að útiloka Hardaway frá allri þáttöku í dagskránni í kringum stjörnuleik NBA, sem fram fer á sunnudagskvöldið. "Það var óviðeigandi af honum að tjá sig um þetta mál, þar sem skoðanir hans eru algjörlega á öndverðum meiði við þær sem NBA-deildin hefur," sagði Stern. Hardaway hefur einnig unnið að margskonar góðgerðarstarfsemi í tengslum við NBA-deildina á síðustu árum, sem og unnið sem þulur fyrir NBA-sjónvarpsstöðina. Hann má búast við því að verða rekinn úr þeim störfum á næstu dögum. Hardaway, sem lék fimm stjörnuleiki á ferli sínum í NBA-deildinni á sínum tíma, sagðist hata homma í útvarpsviðtali í gær og að hann vildi helst að þeim yrði útrýmt á alheimsvísu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira