Áfallateymi stofnað fyrir fórnarlömb Byrgisins 13. febrúar 2007 19:45 Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Sjá meira
Enn fjölgar kærum á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins. Sex stúlkur hafa nú lagt fram kæru vegna kynferðislegrar misnotkunar og áreitis. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að komið yrði á fót áfallateymi á Landspítalanum sem liðsinni og leiðbeini fyrrverandi skjólstæðingum Byrgisins. ,,Trúi því þegar ég sé það" segir ein þeirra stúlkna sem kært hefur Guðmund. Byrgismálið virðist samfelld saga misnotkunar og mistaka. Misnotkun forstöðumanns heimilisins á skjólstæðingum sínum og þeim fjármunum sem runnu til starfseminnar eru í höndum lögreglu. Stjórnvöld hafa viðurkennt mistök varðandi eftirlit með heimilinu og liggja undir ámæli aðstandenda fyrrum skjólstæðinga Byrgisins fyrir aðgerðarleysi. Með tilkomu sérstaks áfallateymis á Landspítalanum á að verða breyting þar á. Ein þessara kvenna hrökklaðist af Byrginu þegar Guðmundur Jónsson fór að falast eftir kynferðissambandi við hana og notfærði sér að hún stóð í erfiðri forræðisdeildu. Meðal þess sem hann lofaði henni ef hún lyti vilja hans var að beita sér fyrir því að hún fengi íbúð fyrir sig og barnið sitt innan félagskerfisins. Svo virðist sem geðdeild Landspítalans og meðferðarstofnanir standi alls ekki öllum til boða. Um miðjan janúar gaf stúlkan skýrslu hjá lögreglu vegna framferði Guðmundar Jónssonar og endaði þá á götunni. Hennar saga er ekkert einsdæmi en enn hefur enginn frá hinu opinbera haft samband við Byrgiskonurnar eða veitt þeim aðstoð fyrr en nú. Um helgina var einni stúlknanna sem kært hefur Guðmund Jónsson vísað frá þegar leitað var eftir aðstoð fyrir hana hjá Landspítalanum. Þessi sama stúlka leitaði aftur til Landspítalans í dag og fékk allt aðrar móttökur. Hennar mál eiga nú að vera í réttum farvegi innan heilbrigðiskerfisins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Sjá meira