Vill að Alþingi fresti breytingum á samkeppnislögum 13. febrúar 2007 18:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill að Alþingi fresti fram á haust afgreiðslu á frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum, sem hann segir ráðast af refsigleði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill ekki fresta málinu en útilokar ekki breytingar á frumvarpinu í meðförum þingsins. Fyrir Alþingi liggja frumvörp um breytingar á annars vegar lögum um fjármálastarfsemi og hins vegar á samkeppnislögum. Innan Samtaka atvinnulífsins og í fjármálaheiminum ríkir óánægja með lítið samráð löggjafans og stjórnvalda við þessi samtök. Á kynningarfundi í morgun kom fram gagnrýni á hækkun sekta og aukningu refsinga. Þá megi líta svo á að ef forráðamenn Samtaka atvinnulífsins setji fram skoðanir á t.d. húsnæðismarkaðnum, megi túlka þær sem óeðlileg áhrif á markaðinn samkvæmt frumvarpinu. "Það má alveg halda því fram að það séu ýmsir aðilar á markaðnum sem telja að sér vegið þegar við höfum slíkar skoðanir. Og að þeir geti leitað til samkeppnisyfirvalda og látið á það reyna hvort að þær skoðanir sem við setjum fram séu til þess að hvetja til brota á samkeppnislögunum," segir Vilhjámur Egilsson framkvæmdastjóri SA. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að úttekt lögmanns samtakanna leiði í ljós að verið sé að ganga lengra í refsingum á einstaklinga og fyrirtæki en gengur og gerist í nágrannalöndum. "Samkeppnislögin eru til staðar fyrir atvinnulífið en ekki gegn því," segir Vilhjálmur.Og fyrir almenning? "Nákvæmlega fyrir allt samfélagið. Og þess vegna þurfa þessar reglur að vera til. Þær þurfa að vera uppbyggjandi og það þarf að vera hægt að vinna með þeim. En þetta á ekki að vera ein stór allsherjar refsigleði," segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag sagðist Vilhjálmur telja farsælast að málinu yrði frestað á Alþingi og menn færu betur yfir það þannig að það gæti komið fyrir Alþingiá ný að loknum kosningum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að hann telji gagnrýni Samtaka atvinnulífsins byggða á misskilningi. En sjálfsagt megi breyta eihverju í frumvarpinu í meðförum þingnefndar. Hann taldi hins vegar ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu frumvarpsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira