Sakaður um ólöglega lántöku 12. febrúar 2007 18:30 Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli. Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli.
Fréttir Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira