Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið 10. febrúar 2007 19:00 Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. Á ráðstefnunni í Japan á að ræða þá kreppu sem ríkir í starfi Alþjóðahvalveiðiráðsins en eins og sakir standa geta hvorki hvalveiðisinnar né verndunarsinnar komið málum sínum þar í gegn þar sem þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til að gera meiriháttar breytingar á samþykktum ráðsins. Stefán Ásmundsson formaður íslensku sendinefndarinnar er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist um endurbætur enda ætla þau ríki sem ákafast berjast gegn hvalveiðum að sniðganga ráðstefnuna. Umhverfisverndarsamtök láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni gegn hvalveiðum. Í gær lenti japanskt skip á hvalveiðum í sunnanverðu Kyrrahafi í klónum á Paul Watson og félögum hans í Sea Sheperd-samtökunum. Skip samtakanna, Farley Mowat, sigldi upp að japanska skipinu og liðsmenn þeirra helltu svo smjörsýru á dekk þess. Tveir Japananna slösuðust í hamaganginum, annar fékk sýru í augun. Áður höfðu Japanarnir aðstoðað Sea Sheperd eftir að tveir liðsmenn þeirra féllu útbyrðis af gúmmíbáti. Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt aðgerðirnar harðlega en Paul Watson segir þær lögmæta baráttu gegn ólöglegum hvalveiðum og þeim verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira