Hlýnun bætir nýtingu virkjana 3. febrúar 2007 19:00 Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum." Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Hlýnun loftslags bætir nýtingu virkjana og gerir þær hagstæðari í rekstri. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur. Endurskoðuð umhverfisstefna til ársins 2050 verður lögð fram á næstu dögum, segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra. Aldrei hefur komið fram jafn afgerandi yfirlýsing um að loftslagsbreytingar í heiminum séu af mannavöldum og í skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Skýrslan er svört og búist við að hlýnun loftslags geti valdið ýmsum hörmungum fyrir heimsbyggðina á næstu áratugum - en hún er ekki alsvört. "Jákvæða hliðin fyrir okkur Íslendinga er að það eru ekki taldar miklar líkur á því að stórfelld röskun verði á hafstraumum á næstu hundrað árum. Sem er kannski sá möguleiki sem að var mest ógnvekjandi fyrir okkur," segir Tómas Jóhannesson jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stærsta breytingin sem hér verður er bráðnun jöklanna sem búist er við að hverfi að mestu leyti á næstu 100-200 árum. En á því eru raunar jákvæðar hliðar - efnahagslega. "Hlýnun loftslagsins hefur að mörgu leyti jákvæð áhrif á landbúnað og þetta aukna vatnsrennsli sem stendur reyndar tímabundið en býsna lengi samt miðað við þann tíma sem svona fjárfestingar eru að skila sér munu hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi flestra vatnsaflsvirkjana hérna," segir Tómas.Spáð er allt að 59 sentímetra hærra yfirborði sjávar en Tómas segir menn þegar farna að gera ráð fyrir hækkandi sjávarmáli í skipulagi byggða og hönnun hafnarsvæða. Helst gætu þó orðið vandamál á svæðum eins og Stokkseyri og Eyrarbakka og sumum bæjum á suðvesturhorninu.Umhverfisráðherra segir skýrsluna teikna upp svartari mynd en við höfum áður séð. Ný stefnumörkun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2050 lítur dagsins ljós á næstu dögum eða vikum segir Jónína. "Nú hefur upp á síðkastið verið reynt að tengja þessa umræðu við álverin en það er alveg ljóst að þessi vandi sem við erum í í loftslagsmálum stafar fyrst og fremst af aukinni orkunotkun í heiminum og aukinni notkun jarðefnaeldsneytis. Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum.". Það er skaðlegt að tengja umræðuna einungis við álver, við verðum að sjá þetta hnattrænt og leggja líka rétt og jákvætt mat á þessa endurnýjanlegu orku sem við eigum."
Fréttir Innlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira