Bandaríkjamenn féllu ekki fyrir lambinu 9. janúar 2007 18:47 Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Nánast samfellt tap hefur verið á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna - þrátt fyrir að stjórnvöld hafi í rúman áratug styrkt markaðssetningu á lambakjöti og íslenskum vörum um meira en 300 milljónir króna. Reglulega hafa á síðustu árum borist fréttir til landsins um að íslenska lambakjötið sé um það bil að slá í gegn í Bandaríkjunum. Nú lítur hins vegar út fyrir að mesti móðurinn sé runninn af mönnum. Röskur áratugur er síðan markaðssetning á lambakjöti og íslenskum vörum í Bandaríkjunum komst á fjárlög og hefur fengið 25 milljónir á ári frá 95, eða 300 milljónir frá upphafi. Norðlenska sér um framleiðslu á því lambakjöti sem flutt er í Whole Foods Market keðjuna í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur frá upphafi tapað á útflutningnum, nema árið 2004 þegar flutt voru út svokölluð 208 ígildistonn. Í fyrra hrapaði útflutningurinn niður í 120 ígildistonn og fyrir það fengust tæpar 50 milljónir, sem voru, það árið, tvö prósent af veltu Norðlenska. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir afkomuna hafa verið óviðunandi en hann vill þó ekki afskrifa þetta verkefni. Þegar haft var samband við Baldvin Jónsson verkefnisstjóra markaðsátaksins í Bandaríkjunum, sagði hann markaðssetningu vera langhlaup. Þumalputtareglan væri, að 70 milljónir kostaði að koma nýrri vöru á markað á norðausturströnd Bandaríkjanna. Með 25 milljónir á ári hafi meðal annars tekist að koma 9 vörum inn í Whole Foods market keðjuna. Að afurðir íslenskra bænda séu þar í öndvegi jafnist á við nóbelsverðlaun í umhverfismálum. Alls verði um 1000 tonn flutt út á næsta ári í tengslum við verkefnið og þótt lambakjötið sé lítill hluti þá sé eftirspurn eftir skyri, smjöri, ostum og fiski meiri núna en framboðið.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira