Danskur lífeyrissjóður kaupir hlut í Össuri Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2007 05:45 Hlaupari og forstjóri. Myndin var tekin í fyrrahaust þegar suðurafríski hlauparinn Oscar Pistorius og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, handsöluðu styrktarsamning. Markaðurinn/GVA Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson. ATP í Keflavík Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hlutafjárútboði Össurar sem hófst í gær og átti að ljúka í dag lauk á nokkrum klukkustundum. „Útboðið gekk mjög vel og stóru tíðindin voru kannski þau að ATP, stærsti og virtasti lífeyrissjóður Dana, keypti í einu lagi 42 prósent af útboðinu,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir útboðið hafa verið upp á 60 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 3,6 milljörðum króna, og hugsað til að styrkja fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í tilkynningu til Kauphallar í gær kemur fram að á stjórnarfundi 29. þessa mánaðar hafi verið samþykkt að hækka hlutafé Össurar um sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé til takmarkaðs hóps fagfjárfesta. Nýju hlutirnir verða í kjölfarið teknir til viðskipta í OMX Kauphöll Íslands. Kaupþing annaðist hlutafjárútboðið fyrir Össur. „ATP er aðallífeyrissjóður Dana og eini opinberi lífeyrissjóðurinn þar í landi,“ segir Jón og bendir á að aðkoma sjóðsins að Össuri sé þvert á umtal sem verið hafi um íslensk fyrirtæki, útrás þeirra og íslenskt efnahagslíf í Danmörku undanfarið meðal bæði banka og greiningaraðila. Hann segir hins vegar ljóst að ATP hlaupi ekki út í fjárfestingar að óathuguðu máli. „Þeir eru búnir að fylgjast með okkur lengi.“ Útboðið bar upp á sama dag og Össur kynnti uppgjör eftir þriðja ársfjórðung, en viðsnúningur hefur orðið í rekstri fyrirtækisins frá því á fyrri hluta ársins. Jón segir endurskipulagningu í sölukerfi í Bandaríkjunum vera að skila sér og að góð sala í Evrópu hafi stuðlað að bættu gengi. Á þriðja ársfjórðungi nemur hagnaður til hluthafa Össurar 2,1 milljón Bandaríkjadala, um 126 milljónum króna, og er það heldur yfir spá greiningardeildar Glitnis sem gerði ráð fyrir 1,5 milljónum dala. Kaupþing spáði hins vegar hagnaði upp á 900 þúsund dali og Landsbankinn tapi upp á 7,5 milljónir dala. „Uppgjörið er í samræmi við væntingar okkar og það sem við höfum sagt markaðnum. Við fórum í gegnum gríðarlega endurskipulagningu á sölukerfinu í Bandaríkjunum í byrjun ársins og sjáum núna fram á bata þar eftir að hafa orðið fyrir truflun á starfseminni. Við fórum í sambærilega endurskipulagningu í Evrópu í fyrra og núna gengur líka mjög vel þar,“ segir Jón Sigurðsson.
ATP í Keflavík Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira