Sátt um náttúruvernd Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2007 00:01 Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um langt árabil höfum við Íslendingar deilt harkalega um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda. Í þeim deilum hafa menn gjarnan skipað sér í fylkingar og haldið því fram að tekist sé á um ósamrýmanleg sjónarmið. Annaðhvort aðhyllist landsmenn virkjun náttúruauðlinda til áframhaldandi hagvaxtar, eða náttúruvernd og þar með efnahagslega stöðnun. Þessi afstaða er bæði fjarri öllum veruleika og ólíkleg til árangurs. Það er verkefni stjórnvalda að finna bestu leiðir til þess að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig bæði notið þeirra og nýtt þær. Þetta er eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ný verkefnastjórn Í vikunni hófst ríkisstjórnin handa við þetta verk. Þá fór fram fyrsti fundur nýrrar verkefnastjórnar sem undirbýr gerð rammaáætlunar um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Markmið rammaáætlunarinnar er að skapa faglegar forsendur fyrir ákvarðanir um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Formaður stjórnarinnar er Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, skipuð í sameiningu af umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra. Í stjórnina hafa einnig verið skipaðir valinkunnir vísindamenn og fulltrúar hagsmunasamtaka, svo sem ferðaþjónustunnar, orkufyrirtækja og umhverfisverndarsamtaka. Starfi ljúki 2009 Lýðræðisleg vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi í starfi stjórnarinnar og hún mun hafa víðtækt samráð við almenning og alla hagsmunaaðila á starfstíma sínum, m.a. með kynningarfundum og uppsetningu sérstakrar vefsíðu til upplýsingar um framgang verksins. Stjórnin skal síðan skila skýrslu til umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra með heildarmati og flokkun á þeim kostum sem teknir hafa verið til umfjöllunar. Skýrslan á að vera tilbúin fyrir 1. júlí 2009 og í kjölfarið verður tillaga að rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Það er von mín að rammaáætlunin verði í senn grundvöllur faglegra og upplýstra ákvarðana í umhverfismálum og sátta um þennan mikilvæga málaflokk hér á landi.Höfundur er umhverfisráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun