Framtíð Kolaportsins 8. september 2007 00:01 Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt of fáir borgarbúar hafa frétt af þeim áhyggjum sem rekstraraðilar Kolaportsins hafa af framtíð starfseminnar. Ástæðan er tillaga að viðbyggingu við Tollhúsið, Tryggvagötu 19, sem gerir ráð fyrir að efri hæðir hússins og ný viðbygging verði innréttaðar sem bílastæði. Þetta þýðir að tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Þá er ógetið að vegna framkvæmdanna þyrfti Kolaportið að vera lokað í um 18 mánuði. Sjálfsagt geta margir sett sig í spor starfsfólks í bílastæðavanda. Fáir vinnustaðir búa þó að því að hinum megin götunnar sé verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Viðbyggingu við Tollhúsið væri líka án efa betur varið til að koma þar fyrir höfuðstöðvum fyrirtækja eða miðborgartengdri starfsemi, og þá í sátt við Kolaportið. Í raun má velta því fyrir sér hvort aðrir fasteignaeigendur en ríkissjóður væru líklegir til að fá þá hugmynd að nýta byggingarmöguleika á þessum eftirsóttasta stað landsins undir bílastæði ofanjarðar. Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, fimm stjörnu hótel á hafnarbakkanum og Tónlistarhúsið sjálft munu í það minnsta rísa á næstu lóðum, án nokkurs einasta bílastæðis ofanjarðar. Framtíð Kolaportsins snýst þó ekki aðeins um fasteignarekstur eða skipulagsmál. Kolaportið er iðandi mannlífsvettvangur sem er ómissandi vídd í miðborgarlífinu og borgarlífinu yfir höfuð. Kolaportið er kjörlendi þjóðlegra matgæðinga, uppáhaldsverslun hinna fundvísu og einfaldlega skemmtilegur staður til að sýna sig og sjá aðra. Ýmsar skemmtilegustu og litríkustu borgir heimsins státa af ómissandi mörkuðum í verslunarhverfum eða úthverfum. Í Reykjavík á Kolaportið hins vegar hvergi heima nema í miðborginni. Ekki síst nú þegar við erum að byggja upp fleiri og stærri glæsibyggingar á hafnarsvæðinu en nokkurn tímann fyrr. Kolaportið er nauðsynleg vídd í miðborg sem á að vera fyrir alla. Lúxusvæðum ekki alla hluti. Tryggjum framtíð Kolaportsins. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun