Að verja vondan málstað 18. júlí 2007 02:45 Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa að undanförnu greint frá könnunum ASÍ á þróun matarverðs í helstu verslanakeðjum landsins. Kannanirnar hafa sýnt að á tímabilinu frá því í desember 2006 til maí 2007 lækkaði verðið um 4,2 til 6,7% í lágvöruverðsverslunum og 1,6 til 6,4% í öðrum verslanakeðjum. Samkvæmt einföldu meðaltali þá lækkaði matarverð um 4,8% samkvæmt mælingum ASÍ. Til samanburðar þá lækkaði liðurinn matar- og drykkjarvara í mælingum Hagstofu Íslands um 5% á sama tímabili. Þegar það er haft í huga að niðurstöður Hagstofunnar byggja á vegnu meðaltali úr verðmælingum í öllum verslunum má fullyrða að góð samsvörun er á milli niðurstaðna ASÍ og Hagstofunnar. Á grundvelli þessara niðurstaðna er eðlilegt að spyrja; þróaðist matarverð með eðlilegum hætti á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007? Hagstofa Íslands mat það svo í upphafi árs að lækkun á virðisaukaskatti og vörugjöldum ætti að skila almenningi 8,7% lægra matarverði. Að auki styrktist gengi íslensku krónunnar um 6% frá 15. desember 2006 til 15. maí 2007. Við hjá ASÍ höfum því talið að matarverð til almennings hefði átt að lækka umtalsvert meira. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á fulltrúum verslunarinnar. Þannig fer forstjóri Haga mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og kvartar sérstaklega undan hlut ASÍ í umræðunni um matarverðið. Forstjórinn velur að nota stór orð og segir m.a: „Yfirlýsingagleði og ónákvæmni ASÍ um verðlag á matvöru kemur mér ekki á óvart. Hana þekki ég fullvel og hef ítrekað gert athugasemdir við óvönduð vinnubrögð þegar kemur að umfjöllun um matvöruverð. Óvönduð vinnubrögð við ríkisstyrkt verðlagseftirlit hæfa ekki samtökum eins og ASÍ.“ Það vekur athygli að á sama tíma og forstjórinn kvartar undan umræðunni um matarverðið þá víkur hann sér algjörlega undan því að svara efnislega þeirri gagnrýni sem að versluninni er beint. Það er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja að ráðast með dylgjum og rógi að þeim sem gagnrýna þá og reyna þannig að draga úr trúverðugleika þeirra. Eftir stendur að forstjórinn skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna matar- og drykkjarvörur lækkuðu aðeins um 5%, svo vitnað sé í niðurstöður Hagstofu Íslands, á tímabilinu frá desember 2006 til maí 2007, þegar lækkun á opinberum álögum átti að skila 8,7% lækkun og styrking krónunnar hefði til viðbótar átt að skila lægra innflutningsverði. Höfundur er hagfræðingur ASÍ.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun