Nýjar bækur 18. maí 2007 05:00 Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira