Sköpun í sinni tærustu mynd 17. maí 2007 11:15 Sigur Rós á tónleikum sínum á Klambratúni í fyrra. Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira