Reina getur bætt fyrir syndir föður síns 5. maí 2007 12:30 Pepe Reina er líklega besti vítabani heimsins í dag. Hér ver hann víti Geremi í vikunni. NordicPhotos/GettyImages Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Þegar Liverpool mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum mun Pepe Reina, markverði Liverpool, gefast tækifæri til að bæta fyrir mistök sem faðir hans gerði í sams konar leik fyrir 33 árum. Vorið 1974 var Miguel Reina markvörður Atletico Madrid er liðið mætti Bayern München í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Atletico hafði yfirhöndina, 1-0, þegar Reina fékk á sig mark í framlengingu. Leikurinn var endurtekinn og þá vann Bayern, 4-0. „Fólk man eftir mér vegna þessa marks í Evrópukeppninni árið 1974. Undir lok framlengingarinnar vorum við að vinna 1-0 og ég fékk á mig slysalegt mark af 30 metra færi. Það muna hins vegar fáir eftir því að ég spilaði í landsliðinu og var tvívegis með besta árangur markvarða í deildinni. Þá vann ég deildina einu sinni og bikarinn þrisvar," sagði Reina eldri. „Ef þú hittir einhvern úti á götu og spyrð viðkomandi út í mig munu þeir enn bölva mér fyrir þetta mark," sagði hann. Enn fremur sagði Miguel Reina að atvikið hefði sett sitt mark á fjölskylduna. „Lífið heldur þó áfram," sagði hann. Nú getur þó Reina yngri bætt fyrir mistökin þegar Liverpool reynir að klófesta annan Evrópu-titil sinn á þremur árum. Hann var hetja sinna manna í undanúrslitunum þegar hann varði tvö víti frá Chelsea í vítaspyrnukeppni. Miguel Reina sagðist vitanlega vera stoltur af stráknum en hann fer þó aldrei á leiki. „Ég vil frekar vera heima hjá mér ef ég reiðist eða eitthvað álíka," sagði hann. „Ég var stressaður í leiknum gegn Chelsea en þegar kom að vítaspyrnukeppninni varð ég rólegur því ég veit að Pepe er sá besti." Hann efaðist um að hann færi á úrslitaleikinn í Aþenu. Hann vildi frekar vera í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra í Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira