Aukum lífsgæði um land allt Katrín Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2007 06:00 Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun